TEIK2BB04 - Teikningar og verklýsingar II - Múraraiðn
Lýsing
Nemendur fá áframhaldandi þjálfun í lestri og gerð uppdrátta og teikninga af mannvirkjum og sérhlutum múraraiðnar. Í þessum áfanga er lögð áhersla á ýmsar deililausnir varðandi flísa¿ og steinlagnir auk þess sem farið er yfir hleðslu húsa og einstakra byggingarhluta. Nemendur læra um flísalagnir á baðherbergi og í sundlaugum, algengustu steinlagnir, hleðslu einfaldra mannvirkja og bygginga úr náttúru¿ og hleðslusteini auk arinsmíði. Jafnframt er komið inn á útfærslur og hönnun plastkubbahúsa. Fjallað er um mismunandi útfærslur á mynstrum og hleðslum, hönnun og hönnunarforsendur, verklýsingar með tilliti til m.a. efniskrafna og einangrunar, fagheiti, teiknitákn m.m. Kennslan byggir á verkefnavinnu ásamt fræðslu og upplýsingum frá kennara.
Slóð á áfanga í námskrá