TEIK2AB04 - Teikningar og verklýsingar I - Múraraiðn

Lýsing

Í áfanganum læra nemendur um almenn grunnatriði byggingaruppdrátta með áherslu á steinsteypuvirki. Byrjað er á að fjalla um teiknistaðla og framsetningu á uppdráttum s.s. grunnmyndir, sneiðingar, lóðrétta og lárétta sérhluta, málsetningu, tilvísanir og textun. Nemendur fá þjálfun í að gera einfalda uppdrætti af steinsteyptu einbýlishúsi þar sem komið er inn á algengar útfærslur, hönnunarforsendur í byggingarreglugerð og stöðlum, verklýsingar, helstu fagheiti, teiknitákn m.m. Lögð er áhersla á að þjálfa notkun og skilning á hvers konar verkgögnum sem tengjast steypuvirkjum og sérhlutum múraraiðnar og teikningu rissmynda við útfærslur deililausna. Nemendur gera einfalda efnislista og kostnaðarútreikninga á grundvelli hönnunargagna. Megináherslan er á verkefnavinnu og mikilvægt er að nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum við upplýsingaleit og úrvinnslu. 

Slóð á áfanga í námskrá