TEIK1PL04 - Teikningar og verklýsingar - Pípulagningar

Lýsing

Í áfanganum tileinka nemendur sér undirstöðuþætti lagnateikninga fyrir heitt og kalt vatn innanhúss. Þeir læra að lesa lagnateikningar af slíkum kerfum og teikna bæði flatar- og rúmmyndir. Kennd eru grunnatriði uppdrátta fyrir smærri vatnslagnakerfi í íbúðarhús, tákn og teiknistaðlar. Nemendur læra að tengja lagnauppdrætti við hönnunarforsendur vatnslagnakerfa samkvæmt byggingareglugerð og stöðlum, helstu fagheiti, efnisnotkun, málsetningar m.m. Komið er inn á verklýsingar fyrir smærri lagnakerfi og nemendur gera efnislista á grundvelli lagnauppdrátta. Kennslan byggist að miklu leyti á verkefnum þar sem reynt er að tengja saman gerð lagnauppdrátta, verkgögn og hönnunarforsendur.

Slóð á áfanga í námskrá