STÝT1AR04 - Stýritækni 1

Lýsing

Stýritækni 1

Einingafjöldi : 4

Þrep : 1

Í þessum áfanga er fjallað um grunnvirkni og notkun rofa og segulliða, rofa- og snertitækni kynnt. Fjallað er um virkni og notkun segulliða í stýrirásum og kraftrásum og tímaliða í stýrirásum. Farið er í undirstöðuatriði við gerð á einlínu- og fjöllínumyndum svo og tákn og staðla sem notaðir eru við gerð teikninga fyrir segulliðastýringar. Mikilvægt er að nemendur kynnist tölvuforriti til teikninga á rásum segulliða. Áhersla er lögð á verkefnavinnu og verklegar æfingar þar sem nemendur brjóta verkefni til mergjar, tengja, prófa og mæla og taka saman niðurstöður. Einnig er lögð áhersla á að nemendur nýti sér mælitæki til að finna tengivillur og bilanir.  

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

stýrirofa og segulrofa.

virkni og uppbyggingu segulrofa.

merkingu og notkun teiknitákna.

virkni og gerð tímaliða, seinn inn og seinn út.

mikilvægi varnarbúnaðar og yfirálagsvarna.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

lesa einfaldar einlínu- og fjöllínuteikningar.

hanna og teikna minni segulrofastýringar.

merkja rásir með viðeigandi merkjakerfi.

setja upp og tengja einfaldar rásir.

gera spennu- og viðnámsmælingar.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

teikna og tengja einfaldar stýrirásir.

bilanagreina einfaldar stýrirásir eftir teikningu.

nota mælitæki til bilanagreiningar.

merkja stýrirásir með merkjakerfi.