STVI1MR03 - Steinsteypuvirki
Í áfanganum er fjallað um framkvæmdir við undirstöður og burðarvirki steinsteyptra bygginga og mannvirkja. Gerð er grein fyrir jarðvegsvinnu í mannvirkjagrunnum s.s. þjöppun og jöfnun fyllingar, undirbúningi móta fyrir steypu og niðurlögn hennar. Farið er ítarlega yfir samsetningu og eiginleika steinsteypu, val á steinsteypu, aðhlúun hennar á hörðnunartíma við mismunandi veðurskilyrði og eftirmeðhöndlun. Nemendur læra um framleiðslu á forsteyptum byggingareiningum, notkunarsvið þeirra, uppsetningu, kosti og galla. Kennslan er aðallega bókleg og farið er í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir.
Slóð á áfanga í námskrá