STJR2SB05 - Stjórnun - grunnþættir og innsýn
Lýsing
Nemendur kynnast grunnþáttum stjórnunar og fá innsýn í helstu störf stjórnenda, hlutverk þeirra og verkefni. Helstu stjórnunarkenningar og frumkvöðlar stjórnunarfræðanna kynntir og einnig þróun stjórnunarfræða. Nemendur kynnast uppbyggingu fyrirtækja, verkaskiptingu og valddreifingu, samstarfi starfsfólks og fyrirtækjamenningu. Helstu stjórnunarstílar eru kynntir og aðstæðubundin stjórnun í fyrirtækjum. Nemendur kynnast helstu undirgreinum stjórnunar s.s. gæðastjórnun, skjalastjórnun, þekkingarstjórnun, mannauðsstjórnun og persónuþróun. Farið er í markmiðssetningu, mati á valkostum, ákvarðanatöku, mælingum og eftirfylgni. Ennfremur kynnast nemendur helstu þáttum í öryggisstjórnun og slysavörnum, helstu gerðum slysa og hvernig má verjast þeim. Nemendur þekki lög og reglugerðir um öryggismál, vinnugreiningu og vinnuvistfræði. Farið er í samspil mannsins og þess umhverfis sem hann lifir og starfar í en umhverfi tekur til aðstöðu, búnaðar, tækja, skipulags, samskipta og fleiri þátta. Í fyrirrúmi eruþarfir, vellíðan og öryggi fólks. Fjallað er um líðan í vinnunni og varnir gegn einelti. Vakin er athygli á atriðum sem geta ógnað heilsu starfsmanna og tekin dæmi um æskilegt vinnulag og lifnaðarhætti. Fjallað er um nýliðafræðslu og hvernig staðið skal að þjálfun nýliða, með mismunandi aðferðum. Nemendum er gert að kynna sér öryggisstjórnunarkerfi skipa, þ.e. ISM-Kóðann (International Safety Management Code) sem er alþjóðlegur staðall um öryggisstjórnun skipa og mengunarvarnir samkvæmt þeim. Nemendum eru kynntar þjónustu-, þjálfunar-, og vinnuöryggishandbækur fyrir íslensk skip. (Model course 1.39, Leadership and teamwork).
Slóð á áfanga í námskrá