STAR1SÚ05 - Starfsnám í skóla og viðburðir
Lýsing
Starfsnám í skóla og viðburðir
Einingafjöldi : 5
Þrep : 1
Starfsbrautaráfangi
Í áfanganum fá nemendur fræðslu um þá möguleika sem bjóðast að loknu námi varðandi frekara nám, störf og áhugamál. Fjallað verður um mismunandi búsetuform, færslu heimilisbókhalds, áætlanir um matarinnkaup, skipulagningu heimilishalds og fleira tengt því. Þá er fjallað um réttindi, ábyrgð og skyldur einstaklinga sem borgara og þátttakenda í lýðræðissamfélagi. Einnig verður fjallað um þátt stéttarfélaga og hlutverk þeirra í samfélaginu og nemendur læra að lesa og skilja launaseðla. Að auki undirbúa nemendur útskrift að vori, skipuleggja fjáröflun og sameiginlegt ferðalag.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Fjölbreyttum starfsheitum
- Fjölbreyttum vinnustöðum
- Mikilvægi þess að fara út á vinnumarkaðinn að skóla loknum
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Tengja viðgeigandi starfsheiti við vinnustaði
- Taka þátt í umræðum um ákveðin starfsheiti
- Sækja sér upplýsingar um ný og framandi starfsheiti
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Þekkja mismunandi starfsheiti og átta sig á hlutverkum sem í þeim felst
- Átta sig á mismunandi kröfum og/eða menntun sem liggja að baki ýmissa starfsheita