STAR1SÚ05 - Starfsnám í skóla og viðburðir
Lýsing
Í áfanganum fá nemendur fræðslu um þá möguleika sem bjóðast að loknu námi varðandi frekara nám, störf og áhugamál. Fjallað verður um mismunandi búsetuform, færslu heimilisbókhalds, áætlanir um matarinnkaup, skipulagningu heimilishalds og fleira tengt því. Þá er fjallað um réttindi, ábyrgð og skyldur einstaklinga sem borgara og þátttakenda í lýðræðissamfélagi. Einnig verður fjallað um þátt stéttarfélaga og hlutverk þeirra í samfélaginu og nemendur læra að lesa og skilja launaseðla. Að auki undirbúa nemendur útskrift að vori, skipuleggja fjáröflun og sameiginlegt ferðalag.
Slóð á áfanga í námskrá