STAF3ÞJ27 - Starfsþjálfun sjúkraliða

Lýsing

Starfsþjálfun sjúkraliðanema er áfangi með námslokum á 3. þrepi og er 27 feiningar. Áfanginn er reynslutími fyrir sjúkraliðanema á heilbrigðisstofnun og stendur yfir í 16 vikur (80 vaktir). Á tímabilinu öðlast nemandinn hæfni og sjálfstæði í störfum sjúkraliða undir handleiðslu reyndra sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Við lok námsins í áfanganum skal nemandi búa yfir almennri og sérhæfðri þekkingu, leikni og hæfni til þess að vinna hjúkrunar- og umönnunarstörf á faglegan hátt. Heimilt er að skipta starfsþjálfun niður í tvö til þrjú tímabil, en þjálfunin skal þó vera samfelld á hverju tímabili og lágmarksvinnuhlutfall ekki fara undir 60%. Nemandi skal áður en hann fer í starfsþjálfun fá samþykki skóla fyrir námsstaðnum og skrifa undir námssamning ásamt fulltrúa skóla og ábyrgðaraðila á námsstað. Að loknu námi í VINN2LS08 er nema heimilt að ljúka fimm vikum af starfsþjálfuninni. Nemandi skal alfarið fylgja þeim reglum sem viðkomandi heilbrigðisstofnun setur sínu starfsfólki. 

Slóð á áfanga í námskrá