STÆR3HR05 - Heildun og runur/raðir

Lýsing

Í áfanganum er farið í hvernig stofnföll falla eru fundin. Hvernig hægt er að nota heildun við að finna flatarmál óreglulegra svæða, boglengd ferla og rúmmál snúða. Kenndar eru aðferðir við að leysa diffurjöfnur af fyrsta stigi. Kennd er þrepasönnun. Runur og raðir eru kenndar og hvernig hægt er að tengja útreikninga þeirra t.d. við vaxtareikning. Kennslan fer fram með innlögn kennara og vinnu nemenda. Nemendur vinna ýmist saman eða einir sér. Gerðar eru kröfur um að nemendur vinni verkefni heima og standi skil á þeim í kennslustund eða með því að skila verkefnum skriflega. Kennari fer síðan yfir heimaverkefni og nemendur fá endurgjöf. Nemendur notast við reiknivélar. 

Slóð á áfanga í námskrá