STÆR2VH05 - Vigrar og hornaföll

Lýsing

Vigrar og hornaföll

Einingafjöldi : 5

Þrep : 2

Í áfanganum er farið í vigurreikninga, tengsl algebru og rúmfræði í hnitakerfi, hornaföll, hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi (einingarhringinn), hornafallareglur, bogamál, lotubundin föll, flatarmyndafræði í hnitakerfi (þríhyrningar) og keilusnið þ.e. jöfnu hrings, sporbaugs, fleygboga og breiðboga. Fjallað er um þróun á hornafræði og hagnýtingu þekkingar á hornaföllum m.a. við landmælingar. Valdar sannanir eru teknar til umfjöllunar þar sem nemendur læri að sanna helstu reglur. Að lokum er farið í stikun, ofanvarp, hornafallajöfnur og yrðingarökfræði. 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • vigrum, stefnuvigrum, einingarvigrum, samsíða vigrum, þvervigrum og innfeldi.
  • hornaföllum, bogamáli og lotu í lotubundnum föllum.
  • sínus-, kósínus- og flatarmálsreglunni.
  • keilusniðum þ.e. jöfnu hrings, sporbaugs, fleygboga og breiðboga.
  • stikun hrings og línu og ofanvarp punkts eða vigurs á stefnda línu.
  • táknmáli rökfræðinnar og rökreglur.
  • jöfnu beinnar línu, hrings, sporbaugs, fleygboga og breiðboga.
  • að brautir reikistjarna um sólu eru sporbaugar.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota reiknireglur fyrir vigur reikning í tvívíðu rúmi (rétthyrndu hnitakerfi), svo sem að leggja saman vigra, finna hnit, hallatlölu, lengd og einingarlengd vigra, þvervigra, innfeldi tveggja vigra og horn milli vigra.
  • geta breytt bogamáli í gráður og gráður í bogamál.
  • nota skilgreiningu hornafalla og helstu reglur í hornafallareikningi.
  • nota sínus, kósínus og flatarmálsregluna til að finna lengdir, horn og flatarmál í rétthyrndum, hvasshyrndum og gleiðhyrndum þríhyrningi.
  • finna lotu, útslag og hliðrun hornafalla (lotubundin föll) og teikna gröf þeirra
  • rita jöfnu línu út frá stikun línu og svo öfugt.
  • finna miðju og radíus hrings, sporbaugs, fleygboga eða breiðboga út frá jöfnu þeirra.
  • finna jöfnu hrings, sporbaugs og breiðboga út frá gefnum miðpunkti og radíus eða lengd stórás og skammás.
  • leysa hornafallajöfnur.
  • sanna einfaldar reglur eins og sínus, kósínus og flatarmálsregluna.
  • geta notað undirstöðuatriði yrðingarökfræðinnar.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta unnið með þau.
  • geta hagnýtt sér stærðfræðilega þekkingu til að velja þær reikniaðferðir sem við eiga hverju sinni til að leysa verkefni og beita þeim rétt.
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra viðfangsefna og gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna.
  • skrá niður lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum
  • getg meðtekið og túlkað útskýringar og röksemdir annarra í mæltu máli og í texta.
  • geta greint og hagnýtt upplýsingar á sviði stærðfræði á viðkomandi þrepi í fjölmiðlum.
  • leysa stærðfræðileg viðfangsefni í öðrum námsgreinum og í daglegu lífi með því að beita gagnrýninni og skapanndi hugsun.