STÆR2VH05 - Vigrar og hornaföll
Í áfanganum er farið í vigurreikninga, tengsl algebru og rúmfræði í hnitakerfi, hornaföll, hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi (einingarhringinn), hornafallareglur, bogamál, lotubundin föll, flatarmyndafræði í hnitakerfi (þríhyrningar) og keilusnið þ.e. jöfnu hrings, sporbaugs, fleygboga og breiðboga. Fjallað er um þróun á hornafræði og hagnýtingu þekkingar á hornaföllum m.a. við landmælingar. Valdar sannanir eru teknar til umfjöllunar þar sem nemendur læri að sanna helstu reglur. Að lokum er farið í stikun, ofanvarp, hornafallajöfnur og yrðingarökfræði.
Slóð á áfanga í námskrá