Meginefni áfangans er jöfnur, gröf og föll, tölfræði, líkindareikingur, prósentur og fjármál. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Gröf og föll: Lesið úr gröfum, hlutföll, fallhugtakið, bein lína, veldisvísisföll og stærðfræðilíkön. Tölfræði: Lesið úr töflum, línu-, stöpla- og skífuritum og slík rit teiknuð með aðstoð tölvuforrita. Meðaltal, miðgildi, tíðasta gildi og tíðni, unnið með gagnasöfn. Einföld framsetning og formúlur í töflureikni. Tölfræðirannsóknir, þýði, úrtak, óvissuvaldar í tölfræðirannsóknum og misnotkun á tölfræði. Líkindareikingur: Einfaldar og margbrotnari slembitilraunir, líkindatré og fylliatburðir. Fjármál: Prósentureikningur tengdur fjármálum, álagning, afsláttur, virðisaukaskattur, vextir, vaxtavextir, verðbólga, vísitölur, verðtrygging, hagnýt atriði sem snerta fjármál einstaklinga. Mikil áhersla er lögð á óuppsett dæmi og að dæmi séu sem hagnýtust. Nemendur vinna í lokin samvinnuverkefni þar sem þeir tengja saman sem flesta þætti námsefnisins og kynna niðurstöður sínar fyrir samnemendum