STÆR2FF05 - Föll og ferlar
Lýsing
Föll og ferlar
Einingafjöldi : 5
Þrep : 2
Farið verður yfir: Breytur, föll og ferla. Línur, fleygboga, lograföll og vísisföll. Rúmfræði og hornafræði. Hornaföll. Notkun forrita og töflureiknis við lausn stærðfræðilegra verkefna.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- forgangsröð reikniaðgerða
- frumtölum og frumþáttun
- einföldum reglum um veldi og rætur
- staðalformi
- notkun tákna fyrir breytistærðir
- einföldun, liðun og þáttun algebrustæða
- jöfnum af fyrsta og öðru stigi og einföldum jöfnuhneppum
- hnitakerfinu
- eiginleikum beinnar línu og fleygboga
- fallhugtakinu
- forskrift, gildistöflu og ferli falla
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota reiknireglur til þess að reikna gildi ýmissa stæða
- stytta brot og einfalda stæður með veldum og rótum
- setja fram algebrureglur sem almennar jöfnur
- leysa fyrsta og annars stigs jöfnur sem og jöfnuhneppi
- Nota reglur sem eru settar fram sem almennar algebrustæður eða jöfnur
- teikna ferla ýmissa falla eftir gildistöflum
- teikna og lýsa ýmsum eiginleikum lína og fleygboga
- lýsa sambandi tveggja breyta á myndrænan hátt
- lýsa raunverulegum fyrirbrigðum með notkun falla
- nýta forritið Geogebra og önnur tæki til að hjálpa til við dæmalausnir og skýringu á stærðfræðilegum fyrirbærum
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
- átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
- geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
- beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
- takast á við stærðfræðileg verkefni með opnum og jákvæðum huga.
- skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau