STÆR1HA04 - Hagnýt stærðfræði daglegs lífs

Lýsing

Hagnýt stærðfræði daglegs lífs

Einingafjöldi : 4

Þrep : 1

Starfsbrautaráfangi

Stærðfræðileg viðfangsefni í daglega lífinu leyst með skipulögðum vinnubrögðum og notkun allra mögulegra hjálpartækja, svo sem síma, tölva og reiknivéla. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Reikniaðgerðir (samlagning, frádráttur, margföldun og deiling) og röð aðgerða, prósentur, vextir, myndrit, hnitakerfi og rúmfræði (flatarmál fog rúmmál). Unnið er með útreikninga og stærðfræðileg hugtök sem nýtast nemendum í daglegu lífi. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér. 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Undirstöðuatriðum í reikningsaðgerðum og forgangsröðun aðgerða
  • Mikilvægi stærðfræðinnar í daglegu lífi
  • Grunnatriðum í prósentureikningi
  • Myndritum og hnitakerfi
  • Flatarmáli og rúmmáli

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nota vasareikni, tölvu og aðrar reiknivélar
  • Nota algeng stærðfræðitákn
  • Vinna með tölur á fjölbreyttan hátt
  • Beita prósentureikningi í einföldum dæmum
  • Búa til og lesa úr myndritum og hnitakerfi
  • Reikna flatarmál og rúmmál

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Finna mismunandi aðferðir og lausnir út frá gefnum upplýsingum
  • Setja fram tölulegar upplýsingar og skrá lausnir sínar á skipulagðan hátt
  • Beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu
  • Temja sér gagnrýna en um leið skapandi hugsun
  • Tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð