STÆR1HA04 - Hagnýt stærðfræði daglegs lífs

Lýsing

Stærðfræðileg viðfangsefni í daglega lífinu leyst með skipulögðum vinnubrögðum og notkun allra mögulegra hjálpartækja, svo sem síma, tölva og reiknivéla. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Reikniaðgerðir (samlagning, frádráttur, margföldun og deiling) og röð aðgerða, prósentur, vextir, myndrit, hnitakerfi og rúmfræði (flatarmál fog rúmmál). Unnið er með útreikninga og stærðfræðileg hugtök sem nýtast nemendum í daglegu lífi. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér. 

Slóð á áfanga í námskrá 

 

 

t