SPÆN1UT05 - Spænska 1. Undirstöðuatriði tungumálsins
Lýsing
essum byrjunaráfanga í spænsku er lögð áhersla á að nemendur nái tökum á grunnatriðum tungumálsins. Nemendur fá innsýn í útbreiðslu spænsku í heiminum og sögu tungumálsins, og læra mun á menningu og orðaforða spænskumælandi landa. Notuð verður tónlist, myndefni og efni af internetinu. Frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í öllum málfærniþáttum: ritun og lesskilningi, hlustun og tali. Nemendur fá þjálfun í framburði, læra helstu framburðarreglur og þá bókstafi sem eru sérstakir fyrir spænska tungu. Kennd eru grunnatriði í málfræði, málnotkun, og orðaröð í spænsku. Byggður upp grunnorðaforði. Lögð verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, að nemendur tileinki sér árangursríka námstækni og læri að meta námsframvindu sína.
Slóð á áfanga í námskrá