SPÆ1SG02 - Spænska grunnur - starfsbraut

Lýsing

Spænska- grunnur - starfsbraut

Einingafjöldi : 2

Þrep : 1

Starfsbrautaráfangi

Markmið áfangans er að nemandi öðlist praktíska grunnþekkingu og færni á málinu. Að nemandi öðlist grunnþekkingu á málfræðilegri uppbyggingu málsins munnlega og skriflega án þess að unnið sé með málfræðileg hugtök. Þess í stað er áhersla á að vinna með orðaforða og setningar í tengslum við ákveðin þemu í kringum daglegt líf, eins og t.d. fjölskyldan/heimilið, skólinn, tölurnar, mannslíkaminn, litirnir, vikudagarnir, mánuðir o.s.frv. í lok áfangans er stefnt að því að nemandinn geti kynnt stuttlega eitt af þeim þemum sem unnið hefur verið með á önninni.