SMÍÐ1VA04 - Málmsmíðar 1 - handavinna
Nemendur skulu öðlast þjálfun í notkun og meðferð verkfæra, mælitækja og verkstæðisbúnaðar, fá tilfinningu fyrir nákvæmni mælitækja, notkunarsviði þeirra og takmörkunum. Nemendur fá þjálfun í smíði eftir teikningum og þekkingu til að velja smíðamálma og meðhöndla þá á réttan hátt við vinnu sína. Einnig þjálfast þeir í að beita helstu verkfærum við málmsmíðar og vinnuaðferðum, s.s. að saga, sverfa, bora, snitta, nota snitttöflur, slípa, o.s.frv. Kennslan skiptist í bóklegt og verklegt nám.
Slóð á áfanga í námskrá