SKYN2HJ02 - Skyndihjálp

Lýsing

Skyndihjálp

Einingafjöldi : 2

Þrep : 2

Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar.
Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.
Skyndihjálp: Áverkar; innvortis- og útvortis blæðingar, sár, brunasár, áverkar á höfði, hálsi eða baki, áverkar á beinum, vöðvum eða liðum, eitranir hitaslag/hitaörmögnun og ofkæling. Bráð veikindi; brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi, heilablóðfall, flog, sykursýki og öndunarerfiðleikar (astmi).
nánari líkamsskoðun, eitrun, blóðnasir, lost, sár og sáraumbúðir, raflost, höfuðáverkar, tannáverkar, skorðun á hrygg, áverkar á brjóstkassa og kvið, vöðvakrampar, sýklasótt, yfirlið og spelkun útlima.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • hugmyndafræði skyndihjálpar og áfallahjálpar
  • hvernig mat á slösuðum einstaklingi á slysstað er framkvæmt
  • framkvæmd endurlífgunar
  • blæðingum og viðbrögðum við lostástandi
  • hættum vegna aðskotahluta í öndunarvegi
  • helstu tegundum sára, umbúða og sárabinda
  • helstu tegundum brunasára og skyndihjálp vegna brunasára
  • helstu áverkum á líkama
  • fyrstu viðbrögðum við kali, ofkælingu og ofhitnun
  • fyrstu viðbrögðum vegna bráðra sjúkdóma, eitrana, bits og stungna

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • framkvæma mat og skoðun á slösuðum einstaklingum
  • flytja slasaðan einstakling af slysstað á öruggan hátt
  • framkvæma blástursmeðferð og hjartahnoð
  • losa aðskotahluti úr öndunarvegi
  • búa um sár og velja umbúðir við hæfi
  • stöðva blæðingu og búa um blæðandi sár
  • beita viðeigandi meðferð við losti
  • spelka útlimi eftir áverka/tognanir
  • veita fyrstu hjálp vegna brunasára
  • veita fyrstu hjálp vegna kals, ofkælingar og ofhitnunar

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • meta aðstæður á slysstað og bregðast við þeim á viðeigandi hátt
  • veita skyndihjálp vegna bráðra sjúkdóma, dauðadás, slysa, líkamlegra og sálrænna áverka