SKÓL2SB02 - Skólablaðið - frá fyrstu grein til útgáfu

Lýsing

Skólablað

Einingafjöldi : 2

Þrep : 2

Í áfanganum vinna nemendur að gerð og útgáfu skólablaðs undir leiðsögn kennara. Nemendur mynda ritstjórn, skipta með sér verkum og vinna sjálfstætt að efnissöfnun, skrifum, viðtölum, ljósmyndun, uppsetningu og lokaskilum. Áhersla er lögð á frumkvæði, sköpunargleði, ábyrgð og samvinnu. Skólablaðið getur verið gefið út á rafrænu eða prentuðu formi.

Markmið (þekking, leikni, hæfni):

  • hafa fengið þjálfun í ritstjórnarvinnu og skipulagi fjölmiðlaefnis,
  • geta skrifað fjölbreyttar greinar og tekið viðtöl við mismunandi aðila,
  • sýnt sjálfstæði og ábyrgð í vinnubrögðum og tímaáætlun,
  • hafa grunnfærni í myndvinnslu og uppsetningu efnis,
  • geta unnið í samvinnu við aðra og lagt sitt af mörkum til heildarmyndar.