SÉLA3PL03 - Sérhæfð lagnakerfi II
Í áfanganum er haldið áfram umfjöllun um sérhæfð lagnakerfi en nú með áherslu á gaskerfi, þrýstilofts- og súrefniskerfi á sjúkrahúsum, hita-, vatns- og fráveitukerfi sveitarfélaga. Gerð er grein fyrir uppbyggingu þessara kerfa, sérkennum þeirra, lagnaefnum, dælu- og stjórnbúnaði. Jafnframt er farið í grundvallaratriði kælitækni með áherslu á kælirafta og sérstaklega farið yfir minni kælikerfi fyrir verslanir og tækja- og efnisþörf þeirra. Nemendur fá yfirsýn yfir helstu lagnaefni í hita-, vatns- og fráveitur og tengingar vegna þeirra lagna og kynnast varmadælum, uppbyggingu þeirra og virkni.
Slóð á áfanga í námskrá