SÉLA2PL03 - Sérhæfð lagnakerfi I
Lýsing
Sérhæfð lagnakerfi I
Einingafjöldi : 3
Þrep : 2
Í áfanganum er farið yfir ýmis sérhæfð lagnakerfi sem eru mikilvægur hluti af verksviði pípulagningamanna. Fjallað er um snjóbræðslu- og vatnsúðakerfi, hreinsi- og hitakerfi fyrir sundlaugar, lífræn hreinlætiskerfi og rotþrær. Lögð er áhersla á að nemendur læri um uppbyggingu þessara kerfa, sérkenni þeirra, lagnaefni, dælu- og stjórnbúnað.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- snjóbræðslukerfum og lagnaefni og búnaði fyrir þau.
- grunnreglum fyrir lögn og tengingu.
- stýringum og reglun fyrir snjóbræðslukerfi.
- notkun millihitara og frostlagar á snjóbræðslukerfi.
- vatnsúðakerfum til brunavarna.
- virkni loftþjappa, lögn þrýstiloftsleiðslna og öryggiskröfum í vatnsúðakerfum.
- grunnatriðum í hreinlætis- og hitakerfum sundlauga.
- lífrænum fráveitukerfum.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- velja lagnaefni og búnað fyrir snjóbræðslukerfi.
- útfæra lagnir snjóbræðslukerfa í gamlar og nýjar tröppur.
- meta undirlag og þekingarefni fyrir snjóbræðslulagnir og kanna hæðarlegu.
- leggja vatnsúðakerfi, setja upp og tengja tilheyrandi stjórntæki.
- setja upp lífræn salerni og rotþrær.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- leggja snjóbræðslukerfi við mismunandi aðstæður og skilyrði.
- vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað.
- tengja loftþjöppur, leggja loftþrýstilagnir og setja upp nauðsynleg stjórn- og öryggistæki í vatnsúðakerfum.
- leggja hreinsilagnir og setja upp tilheyrandi búnað fyrir sundlaugar og gangsetja kerfin.
- setja upp og tengja lífræn salerni og rotþrær.