SÁLF3JS05 - Jákvæð sálfræði
Jákvæð sálfræði er ny¿ grein innan sálfræðinnar. Þeir sem leggja stund á hana beina athyglinni að heilbrigði, hamingju og y¿msu sem gerir daglegt líf innihaldsríkara fremur en að fást við vandamál og sjúkdóma. Áhersla er lögð á að greina hugsun, hegðun, tilfinningar og lífsstíl þeirra sem eru jákvæðir, hamingjusamir og njóta almennrar velgengni í lífinu eða á einstökum sviðum þess. Fjallað er sérstaklega um tengsl jákvæðra hugsana og jákvæðra athafna og möguleika þess að hækka hlutfall jákvæðni á kostnað neikvæðini í lífi sínu, svokallað jákvæðnihlutfall. Gerðar verða verklegar æfingar og nemendur kynnast eigin styrkleikum á kerfisbundinn hátt.
Slóð á áfanga í námskrá