SÁLF2IS05 - Inngangur að sálfræði

Lýsing

Inngangur að sálfræði

Einingafjöldi : 5

Þrep : 2

Áfanganum er ætlað að kynna nemendum sálfræði sem fræðigrein, starfssvið hennar og helstu undirsvið. Helstu sálfræðistefnur og grunnhugtök eru kynnt auk nokkurra vel valinna viðfangsefna sem áhrif hafa haft á sögu og þróunar fræðigreinarinnar. Nemendur kynnast helstu rannsóknaraðferðum sálfræðinnar og þeim hugmyndum sem þar liggja að baki. Stefnt er að því að nemendur fái þjálfun í að beita þessum aðferðum með gerð einfaldrar rannsóknar og framsetningu á niðurstöðum hennar.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þróun fræðigreinarinnar sálfræði
  • grundvallarhugmyndum sem móta kenningar í sálfræði
  • helstu frumkvöðlum í greininni
  • víðfeðmi sálfræðinnar og helstu undirgreinum hennar
  • leiðum sálfræðinnar til að útskýra hugsun, hegðun og tilfinningar manneskjunnar
  • mótunaröflum einstaklinga og hópa

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita algengustu hugtökum sálfræðinnar á skýran og skilmerkilegan máta
  • skoða eigin hugsun, hegðun og tilfinningar út frá grundvallarhugmyndum sálfræðinnar
  • tjá kunnáttu sína á munnlegan og skriflegan hátt

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • gera sér grein fyrir mótunaráhrifum umhverfis á sjálfan sig og aðra
  • gera sér grein fyrir samspili hegðunar, hugsunar og tilfinninga
  • geta með einföldum hætti tengt sálfræðilega þekkingu á eigin sjálfsmynd
  • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti sálfræðinnar
  • geta framkvæmt einfalda rannsókn og áttað sig á helstu niðurstöðum