SÁLF2IS05 - Inngangur að sálfræði

Lýsing

Áfanganum er ætlað að kynna nemendum sálfræði sem fræðigrein, starfssvið hennar og helstu undirsvið. Helstu sálfræðistefnur og grunnhugtök eru kynnt auk nokkurra vel valinna viðfangsefna sem áhrif hafa haft á sögu og þróunar fræðigreinarinnar. Nemendur kynnast helstu rannsóknaraðferðum sálfræðinnar og þeim hugmyndum sem þar liggja að baki. Stefnt er að því að nemendur fái þjálfun í að beita þessum aðferðum með gerð einfaldrar rannsóknar og framsetningu á niðurstöðum hennar.