SAGA2FP05 - Frægar persónur í gegnum söguna
Lýsing
Frægar persónur í gegnum söguna
Einingafjöldi : 5
Þrep : 2
Áfanginn fjallar um fræga einstaklinga, mikilvægi þeirra og áhrif á gang sögunnar. Markmiðið er að nemendur afli sér ítarlegar og fjölbreyttar upplýsingar um raunverulegu persónurnar og atburðum sem þeim tengjast, og geti nýtt upplýsingar til þess að rýna til gagns.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- nemendur skulu öðlast þekkingu og skilning á mismunandi menningu og aðstæðum fólks.
- tileinki sér gagnrýnið viðhorf
- öðlist sértækari orðaforða sem tengist efni áfangans.
- þekki grunnþætti varðandi vinnu með söguleg viðfangsefni og miðlun þeirra.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina og ræða söguleg viðfangsefni á skipulegan hátt
- nákvæm úrvinnsla heimilda
- átta sig á hvernig menning þróast og breytist með tímanum
- tengsl staðalímynda
- skrifa skýran, vel uppbyggðan texta á vönduðu máli með fjölbreyttum orðaforða
- lesið lengri og styttri texta og nýtt þekkinguna til að gera gagnrýna og leiðrétta sagnfræðilegar villur sem er að finna í ýmsum kvikmyndum.
Hæfnisviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- sýna ólíkum menningarheimum skilning
- tjá sig um söguleg álitamál á rökrænan hátt
- draga ályktanir og færa rök fyrir skoðun sinni
- skilja menningu og viðhorf ólíkra tíma
- vinna heildstætt verkefni sjálfstætt sem og í hóp með öðrum nemendum