SAGA2KM05 - Kvikmyndasaga

Lýsing

Kvikmyndasaga

Einingafjöldi : 5

Þrep : 2

Í áfanganum verður fjallað um sögu kvikmyndanna, frá fyrstu verkum frumkvöðlanna til dagsins í dag. Fjallað verður um helstu tímabil, strauma og stefnur, þekkta framleiðendur, leikstjóra, leikara og leikkonur. Einnig verður fjallað um kvikmyndina sem áróðurstæki og sem leið til að skrá sögu okkar. Íslenskar kvikmyndir verða teknar sérstaklega fyrir. Áfanganum er ætlað að efla læsi nemenda á kvikmyndir, að þeir þekki til þróunnar kvikmyndarinnar sem listforms og sem afþreyingariðnaðar og að helstu áhrifavaldar séu þeim kunnir. Áfanganum er einnig ætlað að efla gagnrýna og skapandi hugsun og almenna þekkingu á kvikmyndaiðnaðinum. 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þróun kvikmyndanna sem listforms og afþreyingariðnaðar
  • þróun íslenskra kvikmynda
  • helstu áhrifavöldum í hópi framleiðenda, leikstjóra og leikara
  • hvernig kvikmyndir eru nýttar til áróðurs og auglýsinga
  • gildi kvikmynda í skrásetningu sögunnar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • tjá sig á skýran, gagnrýninn og skapandi hátt um þá þekkingu sem þeir öðlast í áfanganum
  • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við útfærslu sjálfstæðs lokaverkefnis
  • taka ábyrgan þátt í samræðum um samfélagslegar og menningarlegar aðstæður er koma fram í kvikmyndum
  • meta og greina hvernig áróðri og auglýsingum er komið til skila í kvikmyndum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja þróun kvikmyndanna og getað t.d. áttað sig á ýmsum vísunum í eldri myndir sem í þeim birtast
  • beita gagnrýnni hugsun þegar horft er á kvikmyndir. Metið með vikulegri gagnrýni nemenda á kvikmyndir, jafnt kvikmyndir að eigin vali sem valdar myndir
  • átta sig á mikilvægi kvikmynda í skrásetningu sögunnar og hvernig hægt er að afbaka söguna í kvikmyndum