SAGA2ÁN05 - Saga - átjanda öld til nútímans
Lýsing
Saga – átjánda öld til nútímans
Einingafjöldi : 5
Þrep : 2
Fjallað er um sögu Íslands og umheimsins frá því um 1750 til nútímans. Megináhersla er lögð á eftirfarandi þætti: Byltingarstraumar, iðnbylting og áhrif hennar, nýlendustefna, sjálfstæðisbarátta Íslendinga, heimsstyrjaldirnar tvær ásamt millistríðsárunum, rússneska byltingin, kalda stríðið og ný heimsmynd að loknu kalda stríðinu.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- völdum þáttum í mannkynssögu og Íslandssögu á umfjöllunartíma áfangans
- þeim rannsóknaaðferðum sem notaðar eru í sagnfræði
- helstu einkennum þeirra tímaskeiða og atburða sem fjallað er um
- grundvallarreglum sem fylgja skal við gerð heimildaverkefna
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- geta gert grein fyrir aðalatriðum áfangans með skipulögðum hætti
- nýta sér fjölbreytta miðla við námið
- meta orsakir og afleiðingar í tímaröð
- taka þátt í rökræðum um álitamál hvað efnið varðar
- afla sér heimilda og vinna heimildaverkefni með öguðum hætti, bæði einstaklings- og hópverkefni
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- meta sögulega atburði út frá forsendum hvers tíma
- tengja efni áfangans við nútímann
- leita uppi fjölþættar heimildir sem tengjast námsefninu
- vinna heimildaverkefni bæði stór og smá í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til heimildavinnu