RAMV4VC05 - Rafmagnsfræði 6

Lýsing

Nemendur kynnast og vinna með ýmiss konar varnarbúnað í rafkerfum, t.d. bræðivör, sjálfvör, rafalavarnir og aflrofa. Þeir þjálfast í og læra að vinna að uppbyggingu og virkni varnarbúnaðar í rafkerfum almennt og í rafkerfum skipa sérstaklega, ásamt því að öðlast þekkingu á uppbyggingu háspennukerfis landsins allt frá rafölum til notenda. Kerfið er kynnt með þeim hætti að farið er í gegnum teikningar af virkjunum, tengivirkjum, raforkudreifingu og öðrum tengdum búnaði raforkukerfisins. Æskilegt er að farnar verði vettvangsferðir í orkuver og dreifistöðvar.

Slóð á áfanga í námskrá