RAMV2CV04 - Rafmagnsfræði 3
Lýsing
Rafmagnsfræði 3
Einingafjöldi : 4
Þrep : 2
Nemendur öðlast góða undirstöðuþekkingu á rafkerfum skipa með allt að 750 kW aðalvél og þjálfast í að nýta sér upplýsingar sem aflað er með lestri teikninga af rafkerfum slíkra skipa. Sérstök áhersla er lögð á riðstraumsvélar og tengingar riðstraumsrafala við net í gegnum varnarbúnað. Einnig tengingar riðstraumsmótora við net í gegnum algengan tengi- og ræsibúnað. Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautarlýsingunni. Nemendur öðlast góða undirstöðuþekkingu á rafkerfum skipa með allt að 750 kW aðalvél og þjálfast í að nýta sér upplýsingar sem aflað er með lestri teikninga af rafkerfum slíkra skipa. Sérstök áhersla er lögð á riðstraumsvélar og tengingar riðstraumsrafala við net í gegnum varnarbúnað. Einnig tengingar riðstraumsmótora við net í gegnum algengan tengi- og ræsibúnað.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- gerð, uppbyggingu og vinnumáta þriggja fasa riðstraumsrafala og mótora.
- samfösun riðstraumsrafala.
- tengingum og varnarbúnaði mótora.
- ræsibúnaði rafmótora með Y/D ræsi og mjúkræsi.
- hraðastjórnun riðstraumsmótors.
- tengingu hraðastýringa við net.
- mismunandi möguleikum til hraðastýringa þriggja fasa riðstraumsmótora.
- uppbyggingu riðstraumstöflu í skipum.
- búnaði og skilyrðum til samfösunar þriggja fasa rafala við raforkunet.
- virkni og uppbyggingu einfasa riðstraumsmótora og notkunarsviði þeirra.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- tengja rafmótor við net með algengum ræsibúnaði.
- nota hefðbundinn samfösunarbúnað.
- vinna með hraðastjórnunarbúnað riðstraumsmótora.
- tengja hraðastýringar við net og mótor.
- fasa saman rafala.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- starfa við rafkerfi skipa með allt að 750 kW aðalvél.
- fasa þriggja fasa rafala við raforkunet.
- lesa teikningar af rafkerfum skipa og geta nýtt upplýsingar úr þeim til að öðlast yfirsýn yfir rafkerfið.
- vinna kerfisbundið að bilanaleit í rafkerfum skipa með allt að 750 kW aðalvél.