RAMV2BV04 - Rafmagnsfræði 2
Lýsing
Rafmagnsfræði 2
Einingafjöldi : 4
Þrep : 2
Í áfanganum er lögð áhersla á rafmagnsfræði riðstraums. Nemendur öðlast frekari þekkingu á segulmagni og rafsegulmagni og verða færir um að útskýra grundvallarvinnumáta rafvéla út frá því. Nemendur öðlast víðtæka þekkingu á rafsviði, spani og segulsviði. Einnig öðlast þeir þekkingu á undirstöðuatriðum riðstraumsrása og riðstraumsvéla og öðlast grunnþjálfun í lestri rafteikninga svo sem kassateikninga, einlínuteikninga og straumrásarteikninga. Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautar-lýsingunni. Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautarlýsingunni.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- einangrunarmælingum í rafkerfi.
- segulmagni, rafsegulmagni og virkni þessara þátta í rafvélum.
- undirstöðuatriðum riðstraums og riðstraumsrása.
- afli og fasviki í einfasa og þriggja fasa riðstraumsrásum.
- uppbyggingu og hlutverki segulrofa og grunntengingum hans.
- uppbyggingu rafkerfis í smábátum og einstökum hlutum þess.
- rafkerfum dísilvéla.
- áhrifum fasviks á rafkerfi.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- útskýra einangrunarmælingar í rafkerfi.
- útskýra segulmagn í rafvélum.
- útskýra undirstöðuatriði í straumrásum.
- finna fasvik í einfasa og þriggja fasa riðstraumsrásum með hjálp vektoramynda.
- útskýra uppbyggingu rafkerfis í smábátum og einstaka hluta þess.
- greina á milli seguslviðs, spans og rafsviðs.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- sjá um rafbúnað í minni skipum.
- þjónusta rafvélar minni skipa.
- bregðast rétt við algengum bilunum í rafkerfum skips.
- lesa rafmagnsteikningar og nýta í bilanaleit.
- vinna kerfisbundið að því að finna bilanir í rafkerfum skipa og díselvéla.