RAMV1AV05 - Rafmagnsfræði 1

Lýsing

Rafmagnsfræði 1

Einingafjöldi : 5

Þrep : 1

Nemendur öðlast þekkingu á grundvallarhugtökum rafmagnsfræðinnar og verða færir um að gera útreikninga samkvæmt Ohms-, Kirchhoffs- og öðrum grundvallarlögmálum. Nemendur öðlast þjálfun í tengingum straumrása, í notkun mælitækja, læra að umgangast rafmagn og gera sér grein fyrir þeim hættum sem tengjast raforku og rafbúnaði. Nemendur skulu geta útskýrt grundvallarvinnumáta rafvéla og öðlast þekkingu á uppbyggingu þeirra. Í áfanganum eru gerðar verklegar æfingar til að auka skilning nemenda á námsefni áfangans. Í áfanganum eru gerðar verklegar æfingar til að auka skilning nemenda á námsefni áfangans. Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautarlýsingunni.

 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • grundvallarhugtökum rafmagnsfræðinnar og lögmálum Ohms, Kirchhoffs o.fl.
  • rafeindakenningunni.
  • mismunandi leiðni mismunandi efna í rafbúnaði.
  • viðnámi og spennutapi í rafleiðurum.
  • uppbyggingu, virkni, notkun og umhirðu rafgeyma.
  • skautspennu, innri spennu, innra viðnámi og skammhlaupsstraumi spennugjafa.
  • ræsibúnaði og tengingum einfaldra rafmótora fyrir jafnstraum.
  • undirstöðuatriðum riðstraumsrása og í raflögnum húsa.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • meta gerðir strengja og val á rafstrengjum m.t.t. straumflutningagetu og umhverfisaðstæðna.
  • nota teikningartákn íhluta rafbúnaðar.
  • teikna og útskýra einfaldar jafn- og riðstraumsrásir.
  • meta hættur af völdum rafmagns.
  • greina mikilvæg öryggisatriði samkvæmt öryggisstöðlum IEC og VDE.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • reikna samkvæmt lögmálum Ohms, Kirchhoffs og Watts.
  • hirða um rafgeyma á viðeigandi hátt.
  • teikna og útskýra straumrásir.
  • beita mælitækjum í rafrásum til að greina bilanir og straumnotkun.
  • vinna við einfalda rafmótora fyrir jafnstraum.