RAFM2BR05 - Rafmagnsfræði 2
Farið er í hvernig riðstraumur verður til og hegðar sér auk helstu spennu-/straumgilda í riðstraum. Farið í helstu hugtök og lögmál rafmagnsfræði riðstraums. Lögð áhersla á að nemendur geti nýtt sér þessi lögmál til lausna á verkefnum bæði í útreikningi og með mælingum. Farið er í helstu teiknitákn í riðstraumsrásum með þéttum, spólum og viðnámum. Nemendur læra hvað fasvik er og geti reiknað það, mælt og leiðrétt. Kennd er notkun helstu mælitækja í riðstraum svo sem sveiflusjár og tíðnigjafa auk þess sem nemendur skulu læra að nýta sér hermiforrit til mælinga.
Slóð á áfanga í námskrá