Lýsing
Raflagnir 4
Einingafjöldi : 3
Þrep : 2
Í þessum áfanga er lögð áhersla á tengingar og efnisval á meðalstórum boðskiptakerfum s.s. tölvukerfi, símalagnir, dyrasímakerfi, loftnetskerfi og ljósleiðara. Einnig verða tengd brunakerfi bæði Analog og rásastýrð. Gerðar verða mælingar og farið í bilanaleit í þessum kerfum.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- lagningu bruna- og boðskiptalagna.
- kröfum um frágang á köplum í rennum, bökkum og stigum.
- uppröðun í tengiskápa.
- mismunandi gerðum kapla eftir aðstæðum.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- tengja boðskiptalagnir við krosstengibretti (patcpanil) og annan endabúnað.
- leggja og tengja tölvu, síma, hljóð, mynd og loftnetslagnir á fagmannlegan hátt.
- setja upp og tengja mismunandi brunakerfi.
- finna út bilanir og gera við þær.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- tengja loftnetskerfi og gera mælingarskýrslu.
- tengja dyrasímakerfi og mæla út bilanir.
- tengja boðskiptalagnir og krosstengibretti.
- gera mælingarskýrslu og útlitsmynd af skáp.
- geta valið búnað í ljósleiðarakerfi og umgengist búnaðinn af þekkingu.
- ganga frá lögnum að brunakerfum og viðverukerfum.
- tengja stjórnstöðvar brunakerfa.