RAFL2CR03 - Raflagnir 3

Lýsing

Í áfanganum er aðaláhersla á varbúnað, vírsverleika og rafdreifiskápa. Nemendur læra að draga út fyrir eins og þriggja fasa mælum. Farið er í uppbyggingu á minni húsveitum, staðsetningu á búnaði, lagnaleiðir og brunaþéttingar kynntar. Innfelldar og áfelldar lagnir. Farið er í reglugerðarákvæði varnarráðstafana sem varða snerti- og brunahættu. Lögð er áhersla á skilning nemenda á varbúnaði, bruna- og snertihættu. Skoðað er hvernig raflagnir geta verið misjafnar eftir aðstæðum og kröfum og hvernig prófun á rafmagnsöryggi fer fram. Nemendur fá þjálfun í notkun mælitækja og lögð er áhersla á fagmannleg vinnubrögð. Nemendur kynnast slysavörnum við rafvirkjavinnu. 

Slóð á áfanga í námskrá