Lýsing
Farið er í öryggismál og hvernig á að haga sér við hinar ýmsu aðstæður. Nemendur læra hvernig reglur og staðlar koma við sögu í störfum rafiðnaðarmanna og átta sig á mikilvægi þeirra. Farið verður í mismunandi gerðir rofa, lagnir íbúðarhúsa og greinatöflur tengdar, jafnframt því sem nemendur leggja lagnir inni í veggjum. Helstu heimilistæki eru kynnt og orkunotkun þeirra skoðuð. Nemendur læra að velja leiðara miðað við orkunotkun og velja varbúnað við hæfi. Nemendur kynnast raflögnum fyrir mismunandi straumþol, rafmagnstöflur og töflubúnað.
Slóð á áfanga í námskrá