RAFL1AR03 - Raflagnir 1

Lýsing

Raflagnir 1

Einingafjöldi : 3

Þrep : 1

Nemendur kynnast starfi og starfssviði rafiðnaðarmannsins og öðlast skilning á efnisfræði raflagna. Fjallað er um framleiðslu rafmagns og mismunandi gerðir flutningskerfa og nemendur fræddir um virkni ólíkra rofa með tengi- og smíðaverkefnum. Einnig kynnast þeir því efni sem notað er í einfaldar raflagnir. Nemendur fá fræðslu um öryggismál og eru kynntar reglugerðir sem í gildi eru og snerta námsþætti þessa áfanga. Nemendur fá innsýn í þróun öryggismála og hvernig reglugerðir og staðlar koma við sögu. Nemendur fá innsýn í virkni veitukerfa, varnaraðgerða og heimtauga. 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • öryggismálum og reglugerðum er varða vinnu við rafmagn.
  • verkfærum rafiðnarmannsins og helstu störfum.
  • skilning á virkni mismunandi rofa.
  • helstu teiknitáknum.
  • litakóða víra.
  • mikilvægi staðla og reglugerða.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • tengja rofa, samrofa, krónurofa og krossrofa.
  • leggja kapallagnir fagmannlega á lítið spjald.
  • leggja röralagnir fagmannlega á lítið spjald.
  • tengja falir, klær og fjöltengi.
  • beita réttum verkfærum.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta valið einfaldan lagnabúnað með tilliti til aðstæðna.
  • geta greint mun á faglegum og ófaglegum vinnubrögðum.
  • gæta fyllsta öryggis í umgengni við rafmagn.