RAFL1AR03 - Raflagnir 1

Lýsing

Nemendur kynnast starfi og starfssviði rafiðnaðarmannsins og öðlast skilning á efnisfræði raflagna. Fjallað er um framleiðslu rafmagns og mismunandi gerðir flutningskerfa og nemendur fræddir um virkni ólíkra rofa með tengi- og smíðaverkefnum. Einnig kynnast þeir því efni sem notað er í einfaldar raflagnir. Nemendur fá fræðslu um öryggismál og eru kynntar reglugerðir sem í gildi eru og snerta námsþætti þessa áfanga. Nemendur fá innsýn í þróun öryggismála og hvernig reglugerðir og staðlar koma við sögu. Nemendur fá innsýn í virkni veitukerfa, varnaraðgerða og heimtauga. 

Slóð á áfanga í námskrá