PRJH1UF05 - Prjón og hekl grunnatriði
Lýsing
Prjón og hekl : grunnatriði
Einingafjöldi : 5
Þrep : 1
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandi læri grunnatriði prjóns og hekls. Kenndar verða aðferðir við frágang bæði prjónaðra og heklaðra verkefna. Áhersla er einnig lögð á að nemandinn öðlist öryggi og sjálfstæði í vinnubrögðum, læri að lesa uppskriftir og fara eftir þeim.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- grunnatriðum í hekli og prjóni í máli og myndum
- lita og framleiðslunúmerum garns
- samhengi milli tegundar garns og stærðar prjóna og heklunála sem nota skal meðferð og frágangi full gerðra verkefna
- hvar hægt er að finna uppskriftir og kennslumyndbönd á veraldarvefnum
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa og skilja uppskriftir
- nýta sér kennslumyndbönd á veraldarvefnum
- hekla loftlykkju, keðjulykkju,fastapinna og stuðla
- fitja upp á prjónuðu verkefni
- prjóna slétta og brugðna lykkju, fella af og lykkja saman.
- prjóna mynsturprjón og taka upp lykkjur
- ganga frá endum í prjónuðum og hekluðum verkum
- þvo og pressa verkefni eins og við á hverju sinni
- vanda vinnubrögð við alla þætti vinnuferlisins
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta nýtt sér upplýsingatækni við vinnu í prjóni og hekli
- lesa úr og nota vinnuleiðbeiningar í máli og myndum
- vanda alla þætti ferilsins