NEME2FS03 - Nemendafélagið - stjórn

Lýsing

Áfanginn er ætlaður nemendum sem gegna embætti í stjórn nemendafélags Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Þeir bera ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd fjölbreyttra félagsviðburða fyrir nemendur og starfa saman að því að efla skólasamfélagið. Formaður situr jafnframt í skólanefnd skólans og tekur þátt í samráði við stjórnendur. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð, samskipti, samstarf og lýðræðislega þátttöku.

 

Inntökuskilyrði: Nemendur þurfa að vera á að minnsta kosti þriðju önn til að sækja um þátttöku í stjórn. Formaður og gjaldkeri þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

 

Hæfniviðmið: Að loknum áfanga skal nemandi:

  • hafa öðlast reynslu af því að skipuleggja og framkvæma félagsviðburði af ýmsu tagi,
  • hafa þjálfað leiðtogahæfni, ábyrgðartilfinningu og samskiptahæfni,
  • geta unnið markvisst með öðrum að sameiginlegu markmiði,
  • hafa innsýn í starfsemi nemendafélags og hlutverk þess innan skólasamfélagsins,
  • þekkja grundvallaratriði í skipulagi funda, viðburðahalds og samvinnu við stjórnendur og starfsfólk.