MYNL2ÚL05 - Úrgangslist

Lýsing

Myndlist : úrgangslist

Einingafjöldi : 5

Þrep : 2

Áfanginn miðar að því að opna fyrir sköpunarkraft nemenda og gera þá óhrædda við að prófa, framkvæma og þróa hugmyndir sínar án þess að hræðast útkomuna. Áhersla er lögð á hugmynda- og tilraunavinnu þar sem unnið er í og með ólík efni og miðla. Unnið verður með efni sem alla jafna er hent og gefa því nýtt líf þannig að nemendur kynnast því að í myndlist er hægt að vinna úr hvaða hráefni sem er og í hvaða miðli sem er.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • að myndlist er hægt að vinna úr hvaða hráefni sem er og í hvaða miðli sem er
  • að hægt er að skapa raunveruleg verðmæti úr úrgangi
  • konsept hugsun
  • vinnuumhverfi, vinnutækjum og áhöldum sinnar listgreinar
  • skapandi hugsun og hugflæði
  • hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar
  • mismunandi nálgun listamanna við listsköpun
  • að miðla listsköpun sinni með því að tjá sig um hana og sýna
  • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
  • meta eigið vinnuframlag

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

beita skapandi hugsun

  • sjá möguleika í úrgangi sem öllu jafna er hent og gefa nýtt hlutverk
  • tjá sig um eigin sköpun
  • nýta sér hugarflæði í hugmyndavinnu
  • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
  • skiptast á skoðunum og setja fram hugmyndir sínar og bregðast við viðmælendum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vera skapandi í hugsun ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
  • skapa list úr úrgangi ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
  • vera meðvitaður um menningarlegt hlutverk listsköpunar ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
  • fullvinna hugmyndir undir leiðsögn kennara ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
  • tjá sig hiklaust um eigin sköpun við aðra viðmælendur ...sem er metið með... umræðum
  • skapa eigin verk byggt á eigin listrænum styrk undir leiðsögn kennara ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
  • skilgreina eigin verk ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
  • standa að sýningu þar sem nemandinn miðlar listrænum styrk sínum ...sem er metið með... framkvæmd sýningar og umræðum
  • kynna eigin verk og geta brugðist við og tjáð skoðanir sínar um verk annarra ...sem er metið með... umræðum
  • tjá sig hiklaust og taka þátt í samræðum um myndlist við ólíka viðmælendur ...sem er metið með... umræðum
  • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
  • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
  • meta eigið vinnuframlag ...sem er metið með... umræðum og skriflega