MYNL1HU05 - Myndlist: hugmyndavinna og ferli
Lýsing
Myndlist : hugmyndavinna og ferli
Einingafjöldi : 5
Þrep : 1
Viðfangsefni áfangans eru hugmyndavinna, skapandi hugsun, sköpunarferli og þróun hugmynda. Áhersla er lögð á sjálfstæða sköpun og skilning á þróun hugmynda og myndrænu ferli. Notkun skissubókar við þróun og úrvinnslu hugmynda. Teikning, grafískar aðferðir, bókverk, myndræn ferli af ýmsu tagi.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- aðferðum við að fá hugmyndir og vinna úr þeim svo sem að afla sér efnis, flokka það og nýta við hugmyndavinnu eða fá hugmynd og styrkja hana með efnisöflun
- kunna skil á ýmsum aðferðum við fjölföldun svo sem grafískum aðferðum
- hugtökum tengdum hugmyndavinnu, ferilvinnu og þrykki
- sköpunarferlinu og helstu vinnuaðferðum myndlistarmanna
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nýta sér helstu aðferðir við hugmyndavinnu
- nota skissubók við öflun og úrvinnslu hugmynda
- nota þrykk/grafískar aðferðir við myndsköpun
- geta notað stafræna tækni við efnisöflun og úrvinnslu hugmynda
- vinna sjálfstætt að eigin sköpun með þeirri aðferð sem hann kýs og hentar hugmyndinni
- geta tjáð sig um eigin verk og annarra
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- setja hugmyndir sínar fram í skissuformi
- nýta sér umræddar skissur við myndsköpun sína, velja úr hugmyndum, þróa þær og setja fram sem myndrænt ferli með því að hagnýta einhvern þeirra miðla sem unnið er með í áfanganum, svo sem þrykk eða aðrar grafískar aðferðir
- meta eigin hugmyndir út frá listrænum forsendum og velja úr þeim þær sem best henta til frekari úrvinnslu
- þróa eigin hugmyndir og setja þær fram í formi myndræns ferlis eða bókverks