MYND2TK05 - Teikning (blýantur, lína, form, fjarvídd, hlutföll)

Lýsing

Myndlist : teikning (blýantur, lína, form, fjarvídd, hlutföll)

Einingafjöldi : 5

Þrep : 2

Í áfanganum læra nemendur og æfa grunnatriði teikninga. Farið er í mikilvægi línu í allri teikningu, skyggingar, lögð áhersla á að þjálfa formskilning með greiningu grunnformanna bæði þau tvívíðu og þrívíðu. Farið í eins- og tveggjapunkta fjarvídd. 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • möguleikum blýantsins
  • mikilvægi línu
  • áhrifum skugga og ljóss
  • tvívíðum og þríviðum formum
  • eins- og tveggjapunkta fjarvídd (fleiri kynntar)

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • sýna trúverðuga skyggingu með blýanti með mikilli dýpt þar sem öllum tónum grátónaskalans er beitt sem og sýnt fram á miklvægi á beytingu línu.
  • teikna þrívíðu grunnformi með og án skyggingar.
  • teikna fjarvíddarmyndir innan húss og utan með hjálp eins- og tveggjapunkta fjarvíddartækni og skyggt með blýanti eða litum.
  • að mæla út hlutföll og nýta í sinni teikningu.
  • að teikna með rúðustækkun flóknari hluti með grunnformin í huga.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skynja og sjá að allt er samsett úr grunnformum sem línur mynda.
  • teikna upp raunsæja mynd af hlutum og umhverfi sínu.
  • teikna út frá eigin hugmyndum sem og fyrirmyndum.