MLSU1MS04 - Málmsuða 3 - pinnasuða
Í áfanganum læra nemendur að umgangast gashylki, logsuðu- og logskurðartæki. Þeir læra að fylgja suðulýsingu, logsjóða plötujárn í suðustöðum PA, PC og PF með I-rauf. Nemendur fá þjálfun í að lóða og logskera fríhendis og bregðast rétt við ef hættu ber að höndum. Farið er yfir brunahættu vegna loga og neistaflugs, sprengihættu vegna áhrifa acetylens á eir og áhrifa súrefnis á olíu og feiti og vegna íláta sem innihalda eða hafa innihaldið eldfim efni. Farið er í undirstöðuatriði heilsuverndar, hlífðarfatnað og hlífar. Í áfanganum læra nemendur um helstu suðuaðferðir, efni og suðuvíra. Þeir öðlast færni til að meta aðstæður til rafsuðu og lærir hvernig gæta ber fyllsta öryggis við rafsuðu. Nemendur fá þjálfun í að sjóða plötur í öllum suðustöðum með pinnasuðu, samkvæmt staðlinum ÍST EN 287-1 og læra að skrá grunnatriði suðuferlislýsingar. Færni nemenda miðast við kverksuðu og grunnatriði suðuferlis og skulu þeir ná suðugæðum í flokki C samkvæmt ÍST EN 25 817.
Slóð á áfanga í námskrá