Lýsing
Áfanginn er hluti af námskrá Iðnmeistaraskólans og er á 4.þrepi.
Nemandinn kynnist grundvallarhugtökum gæðastjórnunar, tilgangi, hugmyndafræði hennar, vinnubrögðum og uppbyggingu gæðahandbóka. Nemandum skal vera ljóst hvers vegna fyrirtæki taka upp gæðakerfi og vita hvernig gæðastjórnun er beitt til að stuðla að umbótum og bættri stöðu þeirra. Jafnframt skilji nemandinn af hverju fyrirtæki sækjast eftir vottun og hvaða áhrif gæðakerfi getur haft á starfsumhverfi þeirra. Kynntir verða ýmsir gæðastaðlar og gæðahandbækur s.s. ISO9000, HACCAP og handbók Samtaka iðnaðarins. Að áfanganum loknum er nemandinn fær um að taka þátt í skipulögðu gæðastarfi á vinnustað.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- gæðahugtakinu og grunnhugmyndum gæðastjórnunar.
- einkennum gæðastjórnunar og hvaða kröfur hún gerir til vinnubragða stjórnenda og almennra starfsmanna.
- ýmsum gæðastöðlum s.s. gæðastöðlum Matvælastofnunar, Samtaka iðnaðarins og ISO 9000 og viti hvernig farið er eftir þeim stöðlum.
- gæðahandbók og notkun hennar.
- tilgangi og framkvæmd úttekta.
- gildi viðskiptavina fyrir fyrirtækið.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- vinna markvisst í gæðahópi.
- skrifa einfaldar verklagsreglur.
- búa til gátlista.
- koma á umbótastarfi.
- teikna einfalda ferla.
- nota gæðahandbók og gæðastaðla.
- miðla þekkingu sinni til annarra.
Hæfnivðimið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- búa til einfaldar verklagsreglur og gátlista.
- nýta verklagsreglur við vinnu sína.
- leggja fram tillögur um úrbætur á vinnuferlum.
- skipuleggja gæðastarf á vinnustað.
- vista gögn á viðeigandi hátt.