Lýsing
Farið í gegnum helstu hugtök sem varða fjármál og fjármálalæsi. Mikilvægustu vaxtahugtök eru kynnt. Farið er í núvirði og framtíðarvirði, jafngreiðsluraðir og jafngreiðslulán. Fjallað er um vísitölur og verðtryggingu, gengi og afföll verðbréfa og gengi erlendra gjaldmiðla. Nemanda eru kynntar viðeigandi formúlur og hann æfður í útreikningum með töflureikni.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu hugtökum er varða fjármál einstaklinga og smærri fyrirtækja.
- þeim verkfærum sem nýtast við útreikninga á sviði fjármála.
- hvernig afla megi frekari þekkingar um ofangreinda þætti.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- velja réttar formúlur og framkvæma útreikninga sem varða fjármál.
- nýta töflureikni við gerð áætlana og framkvæmd útreikninga á sviði fjármála.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- meta á grundvelli útreikninga ólíka valkosti hvað varðar ávöxtun eigna, greiðslubyrði lána og fleira er varðar fjármál einstaklinga og smærri fyrirtækja.
- afla helstu gagna sem hann þarf á að halda varðandi fjármál, greina upplýsingar og vinna úr þeim.