MARK3AM05 - Markaðsfræði

Lýsing

Áfanginn miðar af því að nemendur nýti sér markaðsfræði og hugmyndafræði hennar, sem verkfæri til að markaðssetja vörur og þjónustu. Sérstaklega mikilvægi markaðsstarfs í síbreytilegu umhverfi og afstöðu fyrirtækja til ýmissa þátta í rekstri. Nemendur vinna út frá eigin viðskiptahugmynd og tileinka sér gagnrýna og skapandi lausnarhugsun og öðlast með því færni í að miðla eigin hugmyndum og skoðunum. Nemendur tengja saman hugmyndafræði markaðsfræðinnar og aðferðafræði við markaðssetningu eigin hugmyndar eða verkefnis og nýta við sölu, verðlagningu, vöruþróun og kynningu

Slóð á áfanga í námskrá