MARK3AM05 - Markaðsfræði

Lýsing

Markaðsfræði

Einingafjöldi : 5

Þrep : 3

Áfanginn miðar af því að nemendur nýti sér markaðsfræði og hugmyndafræði hennar, sem verkfæri til að markaðssetja vörur og þjónustu. Sérstaklega mikilvægi markaðsstarfs í síbreytilegu umhverfi og afstöðu fyrirtækja til ýmissa þátta í rekstri. Nemendur vinna út frá eigin viðskiptahugmynd og tileinka sér gagnrýna og skapandi lausnarhugsun og öðlast með því færni í að miðla eigin hugmyndum og skoðunum. Nemendur tengja saman hugmyndafræði markaðsfræðinnar og aðferðafræði við markaðssetningu eigin hugmyndar eða verkefnis og nýta við sölu, verðlagningu, vöruþróun og kynningu

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • tilgangi og hugmyndafræði markaðsfræðinnar
  • þýðingu markaðsstarfs fyrir fyrirtæki og samfélög
  • helstu þáttum almenns markaðsstarfs
  • helstu hugtökum og hugmyndum varðandi vöru og vöruþróun
  • helstu samkeppnisformum og mikilvægustu atriðum samkeppnisgreiningar
  • nýtingu mismunandi greiningartækja og vinnubragða við áætlanagerð
  • gerð markaðs-, viðskipta- og kynningaráætlana
  • nýtingu helstu markaðsmiðla í nær-og fjarsamfélagi
  • mikilvægi á góðri skipulagningu og skrásetningu við framkvæmd verkefna
  • hugmyndum um kaupvenjur á neytendamarkaði og fyrirtækjamarkaði

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • virkja hugmyndaflugið og þróa eigin hugmyndir og verkefni
  • nýta sér hugmyndafræði og aðferðafræði markaðsfræðinnar við markaðssetningu á eign verkum og hugmyndum
  • kynna eigin hugmyndir og verkefni og tjá sig um eigin verk og annarra
  • stunda markvissa skýrslugerð
  • gerð markaðs-, viðskipta- og kynningaráætlana

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • gera markaðs-, kynningar- og viðskiptaáætlanir sem hentar viðskiptahugmynd þeirra
  • tileinka sér skapandi lausnahugsun sem hann getur yfirfært og nýtt bæði í leik og starfi
  • öðlast aukna trú á sjálfan sig í skapandi vinnu og þora að stíga út fyrir þægindarammann og vinna með eigin hugmyndir á sjálfstæðan og persónulegan hátt
  • tjá sig og miðla þekkingu, hugmyndum og skoðunum fyrir framan hóp, bregðast við gagnrýni og sýna útsjónarsemi í óvæntum aðstæðum