MÁLM1VA05 - Málmsmíði - valáfangi

Lýsing

Markmið áfangans er að nemendur kynnist og vinni með mismunandi málmtegundir og læri að nota viðeigandi verkfæri. Nemendur læra að meðhöndla og beita helstu tækjum sem notuð eru í málmiðnaði, s.s. málbandi, tommustokk og rennimáli. Nemendur temji sér góða umgengni um vinnustað og læri að gæta fyllsta öryggis. 

Slóð á áfanga í námskrá