LYFJ2LS05 - Lyfjafræði

Lýsing

Í áfanganum er farið í lyfjaskrár, ATC-flokkunarkerfi lyfja, geymslu og fyrningu lyfja, lyfjaform og ýmsar skilgreiningar sem tengjast lyfjum. Farið er í helstu lyf sem notuð eru við hjarta- og æðasjúkdómum, geðsjúkdómum, öndunarfærasjúkdómum, húðsjúkdómum, sykursýki, verkjum og svefnvandamálum. Eins er minnst á sýklalyf, meltingarfæralyf og lyf við Alzheimer sjúkdómi. Fjallað er um lyf og lyfjaflokka, verkun lyfja, aukaverkanir, milliverkanir og helmingunartíma lyfja. Farið er almennt í lyfjaskrár og notkun á þeim.

 

Slóð á áfanga í námskrá