LSTR2ME05 - Listir og menning
Í áfanganum er fjallað um list sem tjáningarform og tæki til að skapa margvísleg áhrif og þá menningarþætti sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum tíðina. Nemendur rannsaka ólíka þætti listalífsins, svo sem myndlist, handverk, hönnun, tónlist, dans, leiklist og kvikmyndagerð og skoða tilgang og áhrif lista í nútíð og fortíð. Jafnframt eru skoðuð áhrif lista og skapandi greina á atvinnu og nýsköpun. Lögð er áhersla á menningar-, félags-, náttúru- og heimspekilegar tengingar við viðfangsefnin. Markmiðið er að nemandinn öðlist hæfni til að tengja sig við þá menningu sem hann er hluti af og öðlist skilning á hvernig menning og listir tengjast atvinnusköpun og samfélagsþróun. Nemendur vinna að rannsóknum á afmörkuðum viðfangsefnum lista og menningar með ábyrgum og sjálfstæðum hætti.
Slóð á áfanga í námskrá