LOKA3HU08 - Lokaverkefni í húsasmíði
Í áfanganum eru unnin verkefni, lík þeim sem tekin eru fyrir í sveinsprófi. Þau krefjast þess að nemendur nýti og samþætti þekkingu og færni sem þeir hafa aflað sér í skóla og á vinnustað á námstímanum. Farið er í upprifjun bóklegra og verklegra þátta úr fyrri áföngum eftir því sem þurfa þykir. Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í skipulagningu og verkáætlun, framkvæmd, gæðamati, skráningu og rökstuðningi á verkum og verkþáttum. Reynt er að líkja eftir aðstæðum í atvinnulífinu og því hafa nemendur aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum, efni, áhöldum og tækjum meðan á verkefnavinnu stendur.
Slóð á áfanga í námskrá