Lýsing
Lífsleikni : fjölmiðlar
Einingafjöldi : 5
Þrep : 1
Starfsbrautaráfangi
Mismunandi fjölmiðlar verða skoðaðir fjölbreytt. Skoðað verður á gagnrýnan hátt hvernig samskiptatæki fjölmiðlar eru og áhersla verður á að gera nemendur meðvitaða um mikilvægi, gildi og siðfræði og þær hættur sem tengjast fjölmiðlum nútímans.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu tegundum fjölmiðla
- hugtakinu tjáningarfrelsi
- gildi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi
- hættum sem tengjast fjölmiðlum nútímans.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nálgast mismunandi fjölmiðla óháð miðlunarformi
- draga aðalatriði út úr mismunandi fréttatilkynningum
- endursegja eða endurflytja afmarkað efni
- nýta sér fjölmiðla sér til gagns og/eða gleði
- taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- vera meðvitaður um styrkleika, veikleika og hættur fjölmiðla
- tjá sig um ýmis málefni sem fram koma í fjölmiðlum
- nýta sér upplýsingar frá fjölmiðlum á gagnrýninn hátt
- aðgreina auglýsingar frá öðru sem kemur fram í fjölmiðlum.