LÍFF3VL05 - Verkefnalíffræði

Lýsing

Líffræði : Verkefnalíffræði

Einingafjöldi : 5

Þrep : 3

Í þessum áfanga samþættir nemandinn þá þekkingu og færni sem hann hefur aflað sér í fyrri líffræðiáföngum og öðrum námsgreinum, við vinnu að fjölþættum úrlausarefnum og verkefnum. Hann þjálfast í að vinna sjálfstætt og í samstarfi við aðra (þar sem við á) að fjölbreytilegum verkefnum og sýnir fram á að hann geti tengt saman þekkingu úr ólíkum fögum á mismunandi vegu. Einnig þjálfast nemandi í að tjá sig um aðferðir sínar og lausnir í töluðu máli og rituðu. Lögð er áhersla á vinnubrögð sem nýtast við áætlanagerð, vinnu við rannsóknarvinnu og ritsmíðar í raungreinum. Þá eru einnig kennd vinnubrögð sem nýtast við framsetningu fræðilegrar vinnu. 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • sérhæfðum sviðum líffræðinnar
  • sérhæfðum orðaforða á íslenskri og enskri tungu sem nýtist til undirbúnings fyrir frekara nám
  • sérhæfðri rannsóknarvinnu fræðigreinarinnar líffræði

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • gera raunhæfar áætlanir um skrif heimildaritgerða og rannsókna
  • nýta sér rannsóknartæki og hugbúnað í tengslum við sérhæfð verkefni
  • nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni
  • safna upplýsingum, vinna úr þeim og miðla til annarra
  • setja fram og túlka myndir og gröf
  • skipuleggja rannsóknarverkefni, framkvæma og útskýra út frá takmörkuðum fyrirmælum
  • hagnýta sér tengsl milli stærðfræði og náttúru- og raungreina til úrlausnar verkefna
  • tjá skoðanir sínar og verkefni á skýran hátt, draga ályktanir og rökstyðja í fræðilegu samhengi

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • auka skilning sinn á líffræðilegum viðfangsefnum
  • nýta sér þekkingu í meðferð heimilda
  • beita mismunandi rannsóknaraðferðum og túlka niðurstöður
  • geta yfirfært og beitt þekkingu úr einum efnisþætti eða fleirum við lausn verkefna í öðrum efnisþáttum og greint samhengi þar á milli
  • útskýra, greina, draga ályktun af og miðla niðurstöðum rannsóknar
  • taka þátt í og stjórna upplýstri umræðu um málefni er snerta vísindi, tækni og samfélag
  • taka þátt í vísindaráðstefnu þar sem skipst er á skoðunum eftir kynningar á rannsóknarverkefnum
  • taka ábyrgð á eigin námi