LÍFF3VL05 - Verkefnalíffræði

Lýsing

Í þessum áfanga samþættir nemandinn þá þekkingu og færni sem hann hefur aflað sér í fyrri líffræðiáföngum og öðrum námsgreinum, við vinnu að fjölþættum úrlausarefnum og verkefnum. Hann þjálfast í að vinna sjálfstætt og í samstarfi við aðra (þar sem við á) að fjölbreytilegum verkefnum og sýnir fram á að hann geti tengt saman þekkingu úr ólíkum fögum á mismunandi vegu. Einnig þjálfast nemandi í að tjá sig um aðferðir sínar og lausnir í töluðu máli og rituðu. Lögð er áhersla á vinnubrögð sem nýtast við áætlanagerð, vinnu við rannsóknarvinnu og ritsmíðar í raungreinum. Þá eru einnig kennd vinnubrögð sem nýtast við framsetningu fræðilegrar vinnu. 

Slóð á áfanga í námskrá