LÍFF2EL05 - Eiginleikar lífvera

Lýsing

Í áfanganum er almenn aðferðafræði raunvísinda kynnt nemendum sem og uppruni lífvísinda og fjölbreytileiki þeirra. Uppbygging lífheimsins er skoðuð; bygging og hlutverk lífrænna efna, frumulíffæra, frumna, vefja, líffæra og helstu líffærakerfa, með áherslu á líkama mannsins. Nemendur læra um grunnstarfsemi lífvera, ljóstillífun og önnur mikilvæg grunnefnaskipti. Einnig er fjallað um frumuskiptingu, æxlun og helstu kenningar erfðafræðinnar. Farið er yfir grundvallaratriði varðandi flokkun lífvera og nafngiftakerfi og helstu hópar lífvera kynntir nánar. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á umhverfi sínu og tengslum líffræðinnar við daglegt líf auk þess að undirbúa þá undir frekara nám í náttúrufræðigreinum. 

Slóð á áfanga í námskrá